Réttarhvammur 3 - umsögn vegna breyttrar notkunar fyrir sorpflokkun

Málsnúmer 2012020237

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 134. fundur - 14.03.2012

Erindi dagsett 21. febrúar 2012 þar sem Birgir Á. Kristjánsson f.h. Íslenska gámafélagsins ehf., kt. 470596-2289, óskar eftir áliti skipulagsnefndar Akureyrarbæjar á því hvort starfsemi fyrirtækisins sem felst m.a. í flokkun á almennu sorpi sé byggingarleyfisskyld vegna breyttrar notkunar á húsum að Réttarhvammi 3. Meðfylgjandi eru nánari skýringar í bréfi og afstöðumynd.

Meirihluti skipulagsnefndar telur að sækja þurfi um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun hússins þar sem þar mun fara fram flokkun á almennu sorpi en sú starfsemi hefur ekki farið fram í húsnæðinu áður. Einnig telur skipulagsnefnd að starfsemin falli undir skilgreinda landnotkun svæðisins þar sem húsnæðið er á athafnasvæði í aðalskipulagi.

Sigurður Guðmundsson óskar bókað að hann greiði atkvæði á móti umbeðinni starfsemi á þessu svæði vegna nálægðar við íbúðabyggð.