Áfangar í átt til jafnréttis kynjanna

Málsnúmer 2012020092

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 102. fundur - 15.02.2012

Eftir bæjarstjórnarkosningar vorið 1982 settust þrjár konur í bæjarstjórn Akureyrar. Ekki höfðu áður setið svo margar konur þar. Tvær kvennanna voru fulltrúar Kvennaframboðsins og ein fulltrúi Framsóknarflokksins.

Samfélags- og mannréttindaráð mun minnast tímamótanna á bæjarstjórnarfundi 19. júní nk. og jafnframt standa fyrir útplöntun í Vilhelmínulundi við Hamra þann dag.

Bæjarstjórn - 3323. fundur - 19.06.2012

Hlín Bolladóttir bæjarfulltrúi minntist þess að nú eru 30 ár frá því konur urðu í fyrsta sinn fleiri en ein í bæjarstjórn Akureyrar.
Af því tilefni var þeim þremur konum sem sátu sem kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn fyrir 30 árum boðið að sitja fund bæjarstjórnar í dag. Sigfríður Þorsteinsdóttir og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir mættu til fundarins, en auk þeirra sat Valgerður H. Bjarnadóttir í bæjarstjórn á þeim tíma.