Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - úttekt 2012

Málsnúmer 2012020016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3311. fundur - 08.03.2012

Lagt fram til kynningar minnisblað dags. 2. febrúar 2012 frá Karli Guðmundssyni verkefnisstjóra, Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra og Jóni Heiðari Daðasyni húsnæðisfulltrúa.
Karl og Jón Heiðar sátu fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð - 1142. fundur - 11.04.2012

Lögð fyrir úttekt Karls Guðmundssonar verkefnastjóra, Dans J. Brynjarssonar fjármálastjóra og Jóns Heiðars Daðasonar húsnæðisfulltrúa á leiguíbúðum Akureyrarbæjar dags. 2. febrúar 2012. Dan J. Brynjarsson, Karl Guðmundsson og Jón Heiðar Daðason mættu á fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð samþykkir að skipaður verði vinnuhópur til þess að undirbúa stefnu varðandi félagslegt húsnæði, fara yfir verkferla o.s.frv. Hópurinn verði skipaður fulltrúum frá búsetudeild, fjölskyldudeild, húsnæðisdeild og Fasteignum Akureyrarbæjar.

Guðlaug Kristinsdóttir B-lista vék af fundi kl. 16:50.