Eyjafjarðarbraut - Flugvöllur - umsókn um breytingar á tækjageymslu Mhl. 11

Málsnúmer 2012020002

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 384. fundur - 08.02.2012

Erindi dagsett 1. febrúar 2012 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson f.h. Isavia ohf., kt. 550210-0370, sækir um byggingarleyfi fyrir útsýnis-viðbygginu við tækjageymslu/slökkvistöð Mhl. 11 á Akureyrarflugvelli við Eyjafjarðarbraut lnr. 147548.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 387. fundur - 29.02.2012

Erindi dagsett 1. febrúar 2012 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson f.h. Isavia ohf., kt. 550210-0370, sækir um byggingarleyfi fyrir útsýnis-viðbygginu við tækjageymslu/slökkvistöð Mhl. 11 á Akureyrarflugvelli við Eyjafjarðarbraut ln. 147548. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomið samþykki Vinnueftirlitsins 1. febrúar 2012. Innkomnar nýjar teikningar 14. febrúar 2012. Innkomið samþykki eiganda hússins 28. febrúar 2012.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 395. fundur - 02.05.2012

Erindi dagsett 24. apríl 2012 þar sem Byggingarfélagið Hyrna ehf., kt. 710594-2019, óskar eftir að vera byggingarstjóri yfir viðbyggingu við tækjageymslu/slökkvistöð Mhl. 11 á Akureyrarflugvelli við Eyjafjarðarbraut. Umboð hefur Helgi Snorrason.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 407. fundur - 26.07.2012

Þann 17. júlí 2012 leggur Árni Gunnar Kristjánsson f.h. Isavia ohf., kt. 550210-0370, fram til samþykktar raunteikningar af viðbyggingu við tækjageymslu/slökkvistöð Mhl. 11 á Akureyrarflugvelli við Eyjafjarðarbraut.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.