Myndlistarfélagið - samningar við Menningarsjóð 2011-2017

Málsnúmer 2012010377

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 232. fundur - 01.06.2017

Fulltrúar frá Myndlistarfélaginu komu á fund stjórnar. Samningur við félagið rennur út í lok árs 2017.

Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri menningarmála og viðburða sat fundinn undir þessum lið.
Ræddar voru hugmyndir um aðstöðu fyrir félagið í endurgerðu húsnæði Listasafnsins auk þess sem farið var yfir samstarfsfleti félagsins og Akureyrarstofu.

Stjórnin felur starfsmönnum Akureyrarstofu og forstöðumanni Listasafnsins til að vinna málið áfram út frá umræðum á fundinum og í góðu samstarfi við Myndlistarfélagið.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar fulltrúum Myndlistarfélagsins fyrir komuna á fundinn.