Gránufélagsgata/Glerárgata - gatnamót

Málsnúmer 2012010359

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 134. fundur - 14.03.2012

Jón Oddgeir Guðmundsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Hann lýsti yfir áhyggjum sínum af gatnamótum Gránufélagsgötu og Glerárgötu. Þar hafa orðið alvarleg slys og skorar hann á bæjaryfirvöld að finna lausn á þessu vandamálahorni.

Formaður skipulagsnefndar og embættismenn hafa átt viðræður við Vegagerðina um hugsanlegar lausnir til breytinga á gatnamótunum til að auka öryggi vegfarenda og er þeim viðræðum ekki lokið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 480. fundur - 13.02.2014

Jón Oddgeir Guðmundsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 23. janúar 2014.
Hefur komið áður og bent á að umferðaröryggi sé ábótavant á gatnamótum Glerárgötu og Gránufélagsgötu. Hann ítrekar að mikil hætta sé á umferðaróhöppum á þessum gatnamótum. Hann bendir á að strax yrði til bóta að setja stöðvunarskyldu í stað biðskyldu á Gránufélagsgötuna.
Til stendur að auglýsa tillögu að breytingu á miðbæ Akureyrar fljótlega. Í þeirri tillögu er gert ráð fyrir breytingum á Glerárgötu við Gránufélagsgötu í samráði við Vegagerðina.