Morgunverður í leikskólum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012010080

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 1. fundur - 09.01.2012

Meirihluti skólanefndar lagði fram þá tillögu á fundinum, að fresta fyrirhuguðum breytingum á morgunverði í leikskólum Akureyrarbæjar sem samþykktar voru í fjárhagsáætlun 2012. Þá var einnig lagt til að leitað yrði samráðs við foreldraráð, stjórnendur og starfsmenn leikskóla um það hvaða breytingar verði gerðar og hvernig þeim verði best hrint í framkvæmd.

Skólanefnd samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs.

Anna Sjöfn Jónasdóttir óskar að eftirfarandi sé bókað:

"Mótmæli vinnubrögðum bæjarfulltrúa L-listans með frestun gildistöku fyrirhugaðrar breytingar á morgunverði í leikskólum Akureyrarbæjar, þar sem gengið var þvert á ákvörðun skólanefndar og án samráðs við nefndina."

Bæjarráð - 3303. fundur - 12.01.2012

6. liður í fundargerð skólanefndar dags. 9. janúar 2012:
Meirihluti skólanefndar lagði fram þá tillögu á fundinum, að fresta fyrirhuguðum breytingum á morgunverði í leikskólum Akureyrarbæjar sem samþykktar voru í fjárhagsáætlun 2012. Þá var einnig lagt til að leitað yrði samráðs við foreldraráð, stjórnendur og starfsmenn leikskóla um það hvaða breytingar verði gerðar og hvernig þeim verði best hrint í framkvæmd.
Skólanefnd samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs.
Anna Sjöfn Jónasdóttir óskar að eftirfarandi sé bókað:
Mótmæli vinnubrögðum bæjarfulltrúa L-listans með frestun gildistöku fyrirhugaðrar breytingar á morgunverði í leikskólum Akureyrarbæjar, þar sem gengið var þvert á ákvörðun skólanefndar og án samráðs við nefndina.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögu meirihluta skólanefndar um að fresta gildistöku breytinga á morgunverði í leikskólum bæjarins.

Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Hermann Jón og Ólafur óska bókað:

Við teljum að ákvörðun um breytingar á morgunverði í leikskólum hafi verið misráðin og fögnum því að L-listinn hafi séð að sér í þessu máli. Hins vegar voru vinnubrögð bæjarfulltrúa L-listans í þessu máli óforsvaranleg eins og viðbrögð fulltrúa þeirra í skólanefnd sýna.

Þess vegna sitjum við hjá við afgreiðslu.