Snjóflóðahættumat

Málsnúmer 2011120150

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 130. fundur - 11.01.2012

Veðurstofa Íslands hefur unnið drög að snjóflóðahættumati fyrir Hlíðarfjall. Skýrslan er unnin í samræmi við reglugerð nr. 636/2009 um hættumat vegna snjóflóða á skíðasvæðum.
Snjóflóðahættumatið er hér með lagt fram til kynningar sbr. 4. gr. sömu reglugerðar.
Drögin voru auglýst þann 2. nóvember og var frestur til að senda inn ábendingar til 1. desember 2011.
Tvær ábendingar bárust frá Skíðafélagi Akureyrar í meðfylgjandi bréfi merktu "Snjóflóðahættumat - ábendingar dags. 27.12.2011".
Ábendingar verða sendar Veðurstofu Íslands sem mun taka afstöðu til þeirra við lokaútgáfu snjóflóðahættumatsins og hættumatskorts til undirritunar umhverfisráðherra.

Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við drög að snjóflóðahættumati fyrir Hlíðarfjall og vísar þeim að öðru leyti til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3315. fundur - 17.01.2012

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. janúar 2012:
Veðurstofa Íslands hefur unnið drög að snjóflóðahættumati fyrir Hlíðarfjall. Skýrslan er unnin í samræmi við reglugerð nr. 636/2009 um hættumat vegna snjóflóða á skíðasvæðum.
Snjóflóðahættumatið er hér með lagt fram til kynningar sbr. 4. gr. sömu reglugerðar.
Drögin voru auglýst þann 2. nóvember og var frestur til að senda inn ábendingar til 1. desember 2011.
Tvær ábendingar bárust frá Skíðafélagi Akureyrar í meðfylgjandi bréfi merktu "Snjóflóðahættumat - ábendingar dags. 27.12.2011".
Ábendingar verða sendar Veðurstofu Íslands sem mun taka afstöðu til þeirra við lokaútgáfu snjóflóðahættumatsins og hættumatskorts til undirritunar umhverfisráðherra.
Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við drög að snjóflóðahættumati fyrir Hlíðarfjall og vísar þeim að öðru leyti til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagt snjóflóðahættumat með 11 samhljóða atkvæðum.

Vakin er athygli á ábendingum frá Skíðafélagi Akureyrar sem sendar verða Veðurstofu Íslands.

Skipulagsnefnd - 142. fundur - 22.08.2012

Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. Greinargerð með hættumatskorti dagsett í desember 2011.
Safnsvæði við lyftur, bílstæði og skíðaskála ásamt skíðaskálunum sjálfum standast viðmið reglugerðar 636/2009 um hættumat vegna snjóflóða á skíðasvæðum.

Lagt fram til kynningar.