Dalsbraut - tilkynning um mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 2011120068

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 245. fundur - 20.01.2012

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir því með bréfi dags. 21. desember 2011 að Akureyrarbær gefi umsögn um hvort fyrirhugaðar framkvæmdir við Dalsbraut skuli háðar mati á umhverfisáhrifum skv. 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr reglugerðar nr. 106/2000 m.s.b. um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í framangreindum lögum.

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur lagði fram umsagnir Fornleifaverndar ríkisins, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands og Umhverfisstofnunar þar sem fram kemur að þær telja ekki þörf á því að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Einnig lagði hann fram minnisblað frá Eflu Verkfræðistofu og Verkfræðistofu Norðurlands ehf, dags. 20. janúar 2012, þar sem kannaðir eru möguleikar á undirgöngum undir Dalsbraut í stað gangbrautarljósa (sjá umsögn Umhverfisstofnunar um umferðaröryggi). Niðurstaðan er sú að miðað við umferðarmagn, hraða umferðar og fjölda gangandi sé ekki þörf á undirgöngum.

Meirihluti Framkvæmdaráðs er sammála þessum niðurstöðum og telur jafnframt að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Sigfús Karlsson fulltrúi B-lista og Ólafur Jónsson fulltrúi D-lista greiddu atkvæði á móti afgreiðslu málsins.

Framkvæmdaráð - 246. fundur - 03.02.2012

Lagt fram til kynningar erindi Skipulagsstofnunar dags. 26. janúar 2012 um matsskyldu framkvæmdar við Dalsbraut. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að framkvæmd við Dalsbraut skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.