Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - samningur um starfsemi 2012-2014

Málsnúmer 2011120063

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 111. fundur - 14.12.2011

Rætt um áherslur í nýjum samningi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands en nú er stefnt að því að gera aftur þriggja ára samning við hljómsveitina.

Framkvæmdastjóra Akureyrarstofu og formanni stjórnar falið að halda áfram samningaviðræðum við fulltrúa SN með það að markmiði að samningum ljúki sem allra fyrst.

Stjórn Akureyrarstofu - 113. fundur - 25.01.2012

Farið aftur yfir drög að samningi milli SN og Akureyrarbæjar. Markmið samningsins er að styðja við uppbyggingu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem meginstoðar sígildrar tónlistar utan höfuðborgarsvæðisins og að stuðla að því að Akureyri verði þungamiðja öflugs menningarstarfs á landsbyggðinni með möguleikum til aukinnar atvinnumennsku á listasviði. Áfram verður lögð áhersla á skapandi starf með börnum á starfssvæði hljómsveitarinnar með það að markmiði að þeim fjölgi sífellt sem líta á tilvist hljómsveitarinnar og tónlistarinnar sem hún flytur sem sjálfsagðan hluta af daglegu lífi.

Stjórn Akureyrastofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra að ganga frá honum í samræmi við umræður á fundinum og vísar honum til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð - 3307. fundur - 02.02.2012

2. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 25. janúar 2012:
Farið aftur yfir drög að samningi milli SN og Akureyrarbæjar. Markmið samningsins er að styðja við uppbyggingu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem meginstoðar sígildrar tónlistar utan höfuðborgarsvæðisins og að stuðla að því að Akureyri verði þungamiðja öflugs menningarstarfs á landsbyggðinni með möguleikum til aukinnar atvinnumennsku á listasviði. Áfram verður lögð áhersla á skapandi starf með börnum á starfssvæði hljómsveitarinnar með það að markmiði að þeim fjölgi sífellt sem líta á tilvist hljómsveitarinnar og tónlistarinnar sem hún flytur sem sjálfsagðan hluta af daglegu lífi.
Stjórn Akureyrastofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra að ganga frá honum í samræmi við umræður á fundinum og vísar honum til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir framlagðan samning.

Stjórn Akureyrarstofu - 114. fundur - 09.02.2012

Gunnar Frímannsson formaður stjórnar SN kom á fundinn og fór yfir rekstraráætlun hljómsveitarinnar, ársskýrslu fyrir árið 2011 og þau mál sem efst eru á baugi hjá hljómsveitinni. Nokkur halli var á rekstri hljómsveitarinnar á síðasta ári og miðar áætlanagerð stjórnarinnar við að ná saman þeim halla á sem skemmstum tíma um leið og stefnt er að uppbyggingu og áframhaldandi metnaðarfullri starfsemi.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Gunnari greinargóðar upplýsingar og óskar hljómsveitinni velfarnaðar í starfi sínu.

Stjórn Akureyrarstofu - 146. fundur - 11.09.2013

Brynja Harðardóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar og Gunnar Frímannsson formaður stjórnar komu á fundinn og fóru yfir rekstrarstöðu hljómsveitarinnar og starfsárið sem hófst á Akureyrarvöku. Fram kom að reksturinn er á réttri leið og útlit fyrir það markmið að í árslok 2014 verði eldri halli uppgreiddur.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Brynju og Gunnari fyrir greinargóðar upplýsingar og gagnlegar umræður.