Hátíðahöld um verslunarmannahelgina - samningur við Vini Akureyrar

Málsnúmer 2011120061

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 111. fundur - 14.12.2011

Í vinnu við undirbúning fyrir hátíðahöld um verslunarmannahelgar síðustu ára hefur komið upp sú hugmynd að Akureyrarbær og félagið Vinir Akureyrar geri með sér samning um framkvæmd hátíðahaldanna 2-3 ár fram í tímann. Í tengslum við undirbúning fyrir hátíðina á næsta ári var ákveðið að hefja vinna við samningsdrög.

Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum Akureyrarstofu að vinna áfram að samningnum.

Stjórn Akureyrarstofu - 122. fundur - 02.05.2012

Lögð fram drög að samningi við Vini Akureyrar um framkvæmd fjölskylduhátíðar um verslunarmannahelgar næstu 3 árin.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.