Fráveita - upplýsingar um stöðu mála 2011

Málsnúmer 2011120044

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 68. fundur - 13.12.2011

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fór yfir stöðu fráveitumála sveitarfélagsins.

Umhverfisnefnd þakkar bæjartæknifræðingi kynninguna.

Valdís Anna Jónsdóttir S-lista óskar bókað:

Ég harma þá ákvörðun meirihluta L-listans að fresta framkvæmdum við fráveitumál bæjarins um 2 ár. Málið er brýnt umhverfismál sem þarf að laga hið fyrsta og getur haft mikil áhrif á starfsleyfi ýmissa fyrirtækja í bænum, sé ekkert gert. Jafnframt lýsi ég yfir óánægju með að ekki hafi verið kallaður til fagaðili (heilbrigðiseftirlit) til að fara yfir stöðu mála líkt og ég óskaði eftir.

Bæjarráð - 3307. fundur - 02.02.2012

Erindi dags. 26. janúar 2012 frá Alfreð Schiöth framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra þar sem heilbrigðisnefnd skorar á bæjarstjórn Akureyrar að láta úrbætur á fráveitu Akureyrarbæjar fá algjöran forgang í framkvæmdaáætlun yfirstandandi árs. Meðfylgjandi er bókun heilbrigðisnefndar frá 25. janúar sl.

Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs.

Framkvæmdaráð - 247. fundur - 17.02.2012

4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 2. febrúar 2012:
Erindi dags. 26. janúar 2012 frá Alfreð Schiöth framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra þar sem heilbrigðisnefnd skorar á bæjarstjórn Akureyrar að láta úrbætur á fráveitu Akureyrarbæjar fá algjöran forgang í framkvæmdaáætlun yfirstandandi árs. Meðfylgjandi er bókun heilbrigðisnefndar frá 25. janúar sl.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs.

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fór yfir stöðu fráveitumála í sveitarfélaginu.

Framkvæmdaráð telur rétt að möguleikar í fráveitulausnum verði skoðaðir betur og felur bæjartæknifræðingi að vinna áfram að málinu.

Framkvæmdaráð óskar eftir að fá niðurstöður á mælingu Heilbrigðiseftirlitis Norðurlands eystra síðustu ára á svæðinu til samanburðar og yfirlit yfir þær aðgerðir sem önnur sveitarfélög á svæðinu hafa farið í á tímabilinu.

Framkvæmdaráð - 249. fundur - 16.03.2012

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu og hreinlætismála fóru yfir stöðu fráveitumála og gerðu grein fyrir hugmyndum að lausnum.
Áður á dagskrá framkvæmdaráðs 17. febrúar sl.

Framkvæmdaráð - 250. fundur - 30.03.2012

Ákvörðun um breytingar á framkvæmdaröð vegna fráveitulausna í Sandgerðisbót.
Áður á dagskrá framkvæmdaráðs 16. mars sl.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fór yfir möguleika vegna framkvæmda við fráveitumál.

Framkvæmdaráð er sammála um að farið verði í endurbætur á núverandi útrás á þessu ári og felur Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi að koma með endurskoðaðar tillögur að framkvæmdaáætlun þar sem gert yrði ráð fyrir að endurbæturnar rúmist innan áður samþykkts heildarramma. Jafnframt samþykkir framkvæmdaráð að fara í reglubundnar mengunarmælingar.

Framkvæmdaráð - 255. fundur - 17.08.2012

Kynnt var niðurstaða útboðsins "Útrás í Sandgerðisbót"

Framkvæmdaráð samþykkir að fela Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi að ræða við lægstbjóðanda.

Framkvæmdaráð - 256. fundur - 07.09.2012

Halla Björk Reynisdóttir L-lista vék af fundi kl. 11:52 og Kristín Þóra Kjartansdóttir V-lista vék af fundi kl. 12:00.
Gerð var grein fyrir samningum við lægstbjóðanda verksins, Skútaberg/Árna Helgason.

Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda og ganga til samninga við Skútaberg/Árna Helgason.