Hlíðahverfi - deiliskipulag Höfðahlíð - Langahlíð

Málsnúmer 2011120040

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 141. fundur - 25.07.2012

Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 12. janúar 2011 að vinna deiliskipulag af Hlíðahverfi, Höfðahlíð - Lönguhlíð. Í framhaldi af því er lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá arkitektastofunni Formi ehf., dagsett 25.júlí 2012. Einnig er lögð fram húsakönnun dagsett júlí 2012.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á gerð skipulagslýsingar þar sem einungis er verið að vinna deiliskipulag í þegar nánast fullbyggðu hverfi þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.
Ágúst Hafsteinsson frá Form ehf. kynnti tillöguna.

Skipulagsnefnd þakkar Ágústi Hafsteinssyni fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd - 142. fundur - 22.08.2012

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi af Hlíðahverfi, Höfðahlíð - Lönguhlíð, unna af Ágústi Hafsteinssyni frá arkitektastofunni Formi ehf., dagsetta 25. júlí 2012. Einnig er lögð fram húsakönnun dagsett júlí 2012. Ekki er þörf á gerð skipulagslýsingar þar sem einungis er verið að vinna deiliskipulag í nánast þegar fullbyggðu hverfi þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.

Frestað.

Skipulagsnefnd - 143. fundur - 12.09.2012

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi neðsta hluta Hlíðahverfis, Höfðahlíð - Lönguhlíð, unna af Ágústi Hafsteinssyni frá arkitektastofunni Formi ehf., dagsetta 25. júlí 2012. Einnig er lögð fram húsakönnun dagsett í júlí 2012. Ekki er þörf á gerð skipulagslýsingar þar sem einungis er verið að vinna deiliskipulag í þegar nánast fullbyggðu hverfi þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3326. fundur - 18.09.2012

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. september 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi neðsta hluta Hlíðahverfis, Höfðahlíð - Lönguhlíð, unna af Ágústi Hafsteinssyni frá arkitektastofunni Formi ehf, dags. 25. júlí 2012. Einnig er lögð fram húsakönnun dags. í júlí 2012. Ekki er þörf á gerð skipulagslýsingar þar sem einungis er verið að vinna deiliskipulag í þegar nánast fullbyggðu hverfi þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Oddur Helgi Halldórsson L-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 8 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Logi Már Einarsson S-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Oddur Helgi Halldórsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 147. fundur - 14.11.2012

Deiliskipulag Hlíðahverfis, suðurhluta, var auglýst frá 19. september 2012 með athugasemdarfresti til 31. október 2012.
Sex athugasemdir bárust. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "Hlíðahverfi suðurhluti - athugasemdir og svör, dags. 14.11. 2012".
Óskað var eftir umsögn frá Vegagerðinni sem barst þ. 28. september 2012. Vegagerðin gerir ekki athugasemd við deiliskipulagið. Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis var tilkynnt um auglýsingu á deiliskipulaginu.

Skipulagsnefnd tekur tillit til hluta athugasemdanna. Sjá nánar í meðfylgjandi skjali merktu "Hlíðahverfi suðurhluti - athugasemdir og svör, dags. 14.11. 2012".

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

 

Bæjarstjórn - 3330. fundur - 20.11.2012

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. nóvember 2012:
Deiliskipulag Hlíðahverfis, suðurhluta, var auglýst frá 19. september 2012 með athugasemdafresti til 31. október 2012.
Sex athugasemdir bárust. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "Hlíðahverfi suðurhluti - athugasemdir og svör, dags. 14.11. 2012".
Óskað var eftir umsögn frá Vegagerðinni sem barst þann 28. september 2012. Vegagerðin gerir ekki athugasemd við deiliskipulagið. Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis var tilkynnt um auglýsingu á deiliskipulaginu.
Skipulagsnefnd tekur tillit til hluta athugasemdanna. Sjá nánar í meðfylgjandi skjali merktu "Hlíðahverfi suðurhluti - athugasemdir og svör, dags. 14.11. 2012".
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Oddur Helgi Halldórsson L-lista á því athygli að hann teldi  sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 9 atkvæðum gegn atkvæði Ólafs Jónssonar D-lista.

Logi Már Einarsson S-lista sat hjá við afgreiðslu.

Oddur Helgi Halldórsson L-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

  

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.