Blindrafélagið - ferðaþjónusta blindra - endurskoðun á samningi

Málsnúmer 2011120036

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 244. fundur - 09.12.2011

Erindi frá Blindrafélaginu dags. 1. desember 2011 þar sem óskað er eftir endurskoðun á samningi frá mars 2008 milli Blindrafélagsins og Akureyrarbæjar.

Framkvæmdaráð felur Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi að taka upp viðræður við Blindrafélagið um endurnýjun samnings um ferliþjónustu fyrir blinda.

Framkvæmdaráð - 247. fundur - 17.02.2012

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynnti stöðu mála vegna endurskoðunar á samningi frá mars 2008 milli Blindrafélagsins og Akureyrarbæjar.

Framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi og felur bæjartæknifræðingi að ganga frá samningi við Blindrafélagið.

Framkvæmdaráð - 325. fundur - 19.02.2016

Blindrafélagið hefur óskað eftir að gerður verði nýr samningur um ferðaþjónustu blindra á Akureyri.
Framkvæmdaráð felur Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi að ganga frá samningsdrögum til samræmis við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið á ný.

Framkvæmdaráð - 326. fundur - 18.03.2016

Farið yfir endanleg drög af nýjum þjónustusamningi um akstur.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.