Vinir Hlíðarfjalls

Málsnúmer 2011120027

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 102. fundur - 08.12.2011

Tölvupóstur dags. 1. desember 2011 frá Steingrími Birgissyni f.h. Vina Hlíðarfjalls þar sem kannaður er áhugi Akureyrarbæjar á áframhaldandi samstarfi.

Íþróttaráð tekur jákvætt í erindið og leggur til að formaður ráðsins ræði við bréfritara um framhald verkefnisins.

Íþróttaráð - 176. fundur - 15.10.2015

Erindi dagsett 1. október 2015 frá vinum Hlíðarfjalls þar sem óskað er eftir að samstarfsamningur verði endurnýjaður til næstu þriggja ára. Drög að nýjum samningi fylgja með erindinu.
Íþróttaráð frestar erindinu og óskar eftir að forsvarsmenn Vina Hlíðarfjalls mæti á fund íþróttaráðs.

Íþróttaráð - 177. fundur - 22.10.2015

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 1. október 2015 frá vinum Hlíðarfjalls þar sem óskað er eftir að samstarfsamningur verði endurnýjaður til næstu þriggja ára. Drög að nýjum samningi fylgja með erindinu.
Geir Gíslason og Hlynur Jónsson mættu á fundinn fyrir hönd vina Hlíðarfjalls undir þessum lið.
Íþróttaráð tekur jákvætt í erindið og felur Þórunni Sif Harðardóttur, Ingibjörgu Ólöfu Isaksen og forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.
Íþróttaráð þakkar forsvarsmönnum vina Hlíðarfjalls fyrir komuna á fundinn.

Íþróttaráð - 180. fundur - 19.11.2015

Lögð fram drög að samningi við Vini Hlíðarfjalls.
Íþróttaráð samþykkir samningsdrögin og felur formanni og forstöðumanni íþróttamála að ganga frá samningnum.