Fjölís - samningur um fjölföldun á vernduðum verkum

Málsnúmer 2011120025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3544. fundur - 16.02.2017

Erindi dagsett 7. febrúar 2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um endurskoðun á samningi við Fjölís. Í erindinu kemur fram eftirfarandi bókun stjórnar Sambandsins um málið:

Stjórnin samþykkir að mæla með því við sveitarfélögin að þau gangi til samninga við Fjölís á grundvelli þeirra gagna sem lögð voru fram á fundinum. Framkvæmdastjóra falið að tilkynna sveitarfélögunum þessa niðurstöðu.
Bæjarráð samþykkir að taka upp viðræður við Fjölís um samning um fjölföldun á vernduðum verkum.