Athugasemdir við aðstöðu í íþróttahúsi í Laugagötu

Málsnúmer 2011110127

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 34. fundur - 05.12.2011

Erindi dags. 22. nóvember 2011 frá Vilborgu Þórarinsdóttur f.h. Samtaka þar sem fram kemur að félaginu hafi borist ábendingar og kvartanir frá foreldrum er varða aðstæður barna til íþróttaiðkunar í skóla, nánar tiltekið í Laugargötu.

Skólanefnd beinir því til Fasteigna Akureyrarbæjar að bæta sem fyrst úr athugasemdum við brunavarnir í Íþróttahúsinu við Laugargötu og felur fræðslustjóra að sjá til þess að úttekt verði gerð á aðstæðum grunnskólanna til íþróttakennslu.

Jóhannes G. Bjarnason og Logi Már Einarsson yfirgáfu fundinn kl. 16:15.

Skólanefnd - 34. fundur - 05.12.2011

Erindi dags. 22. nóvember 2011 frá Vilborgu Þórarinsdóttur f.h. Samtaka varðandi beiðni sem borist hefur félaginu um að vekja máls á öryggismálum í rútum sem sjá um akstur í sund og íþróttir.

Skólanefnd felur fræðslustjóra að afla frekari upplýsinga um málið og leggja fyrir næsta fund.

Skólanefnd - 2. fundur - 23.01.2012

Á fundi skólanefndar þann 5. desember 2011 var fræðslustjóra falið að afla frekari upplýsinga um öryggismál í rútum sem sinna akstri nemenda í grunnskólum í sund og leikfimi, en borist höfðu athugasemdir frá Vilborgu Þórarinsdóttur f.h. Samtaka.
Fyrir fundinn var lagt minnisblað með upplýsingum um skipulag aksturs og ábyrgð aðila.

Skólanefnd þakkar Samtaka fyrir ábendinguna og leggur mikla áherslu á að öryggi barna í skólaakstri sé ávallt tryggt með öllum tiltækum ráðum.

Skólanefnd - 2. fundur - 23.01.2012

Tekið fyrir svar frá Óskari Gísla Sveinssyni verkefnastjóra viðhaldsverkefna hjá Fasteignum Akureyrarbæjar vegna athugasemda við aðstöðu í íþróttahúsi í Laugagötu. Svar Óskars er eftirfarandi:
"Farið var í endurbætur á brunavörnum í Íþróttahúsi Laugargötu að kröfu eldvarnareftirlitsins.
Eldvarnareftirlitinu var tilkynnt um að framkvæmdunum væri lokið nóvember/desember síðastliðinn.
Hér með staðfestist að brunavarnakerfi íþróttahússins er orðið fullvirkt og samtengt Sundlaug Akureyrar.
Sömuleiðis hefur nýjum útgönguleiðum verið bætt við úr íþróttasölunum."

Skólanefnd fagnar því að brunavörnum við íþróttahús Laugargötu hefur verið fullnægt.