Blátt áfram - hugmynd að samkomulagi til verndar börnum í bæjarfélaginu

Málsnúmer 2011110107

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 98. fundur - 07.12.2011

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 15. nóvember 2011, ásamt fylgiskjölum, frá Sigríði Björnsdóttur hjá Blátt áfram þar sem kynntar eru hugmyndir um áherslur sveitarfélaga í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi.

Frá haustinu 2008 hefur starfsfólki Akureyrarbæjar sem starfar með börnum og unglingum staðið til boða fræðsla um kynferðisofbeldi þar sem notað er námsefni frá Blátt áfram. Þrír starfsmenn samfélags- og mannréttindadeildar hafa réttindi til að leiðbeina á slíkum námskeiðum.