Leiga húsnæðis grunnskóla og æskulýðs- og íþróttamannvirkja til gistihópa

Málsnúmer 2011110096

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 33. fundur - 21.11.2011

Fyrir fundinn voru lagðar reglur um leigu húsnæðis grunnskóla og æskulýðs- og íþróttamannvirkja til endurskoðunar, en þessar reglur voru síðast endurskoðaðar árið 2008.

Skólanefnd samþykkir að stofna vinnuhóp til að endurskoða reglurnar og að hópurinn verði þannig skipaður að í honum eigi skólanefnd, íþróttaráð, samfélags- og mannréttindaráð, Akureyrarstofa, skólastjórar grunnskóla og ÍBA fulltrúa. Skólanefnd samþykkir að fulltrúi nefndarinnar verði Preben Jón Pétursson og verður hann formaður vinnuhópsins.

Íþróttaráð - 102. fundur - 08.12.2011

6. liður í fundargerð skólanefndar dags. 21. nóvember 2011:
Fyrir fundinn voru lagðar reglur um leigu húsnæðis grunnskóla og æskulýðs- og íþróttamannvirkja til endurskoðunar, en þessar reglur voru síðast endurskoðaðar árið 2008.
Skólanefnd samþykkir að stofna vinnuhóp til að endurskoða reglurnar og að hópurinn verði þannig skipaður að í honum eigi skólanefnd, íþróttaráð, samfélags- og mannréttindaráð, Akureyrarstofa, skólastjórar grunnskóla og ÍBA fulltrúa. Skólanefnd samþykkir að fulltrúi nefndarinnar verði Preben Jón Pétursson og verður hann formaður vinnuhópsins.

Ráðið samþykkir að Þorvaldur Sigurðsson verði fulltrúi íþróttaráðs í vinnuhópnum.

Stjórn Akureyrarstofu - 111. fundur - 14.12.2011

6. liður í fundargerð skólanefndar dags. 21. nóvember 2011:
Fyrir fundinn voru lagðar reglur um leigu húsnæðis grunnskóla og æskulýðs- og íþróttamannvirkja til endurskoðunar, en þessar reglur voru síðast endurskoðaðar árið 2008.
Skólanefnd samþykkir að stofna vinnuhóp til að endurskoða reglurnar og að hópurinn verði þannig skipaður að í honum eigi skólanefnd, íþróttaráð, samfélags- og mannréttindaráð, Akureyrarstofa, skólastjórar grunnskóla og ÍBA fulltrúa. Skólanefnd samþykkir að fulltrúi nefndarinnar verði Preben Jón Pétursson og verður hann formaður vinnuhópsins.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Helenu Þ. Karlsdóttur í starfshópinn fyrir sína hönd og Jón Hjaltason til vara.

Samfélags- og mannréttindaráð - 99. fundur - 04.01.2012

6. liður í fundargerð skólanefndar dags. 21. nóvember 2011:
Fyrir fundinn voru lagðar reglur um leigu húsnæðis grunnskóla og æskulýðs- og íþróttamannvirkja til endurskoðunar, en þessar reglur voru síðast endurskoðaðar árið 2008.
Skólanefnd samþykkir að stofna vinnuhóp til að endurskoða reglurnar og að hópurinn verði þannig skipaður að í honum eigi skólanefnd, íþróttaráð, samfélags- og mannréttindaráð, Akureyrarstofa, skólastjórar grunnskóla og ÍBA fulltrúa. Skólanefnd samþykkir að fulltrúi nefndarinnar verði Preben Jón Pétursson og verður hann formaður vinnuhópsins.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að skipa Tryggva Þór Gunnarsson í starfshópinn fyrir sína hönd og Önnu Hildi Guðmundsdóttur til vara.

Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista vék af fundi kl. 18:00.