Amtsbókasafnið á Akureyri - þátttaka í stofnun Barnabókastofu

Málsnúmer 2011110046

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 109. fundur - 09.11.2011

Háskólinn á Akureyri, Amtsbókasafnið á Akureyri og Nonnahús á Akureyri hafa undanfarið undirbúið stofnun sjálfstæðrar Rannsóknastofnunar við Háskólann á Akureyri um barnabókmenntir og lestur barna.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar þessu framtaki sérstaklega og þátttöku Amtsbókasafnsins sem mun skv. drögum að viljayfirlýsingu, leggja hinni nýju stofnun til aðgang að fullkomnum kosti barnabóka og þjónustu í tengslum við hann.