Íbúðasambýli - nýbygging 2012

Málsnúmer 2011110037

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1134. fundur - 10.11.2011

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lagði fram ósk um skipun starfshóps til undirbúnings nýbyggingar íbúðasambýlis. Kallað er eftir fulltrúum félagsmálaráðs og stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar, ásamt starfsmönnum frá Fasteignum Akureyrarbæjar, búsetudeild og fjölskyldudeild.

Formaður félagsmálaráðs lagði til að Dagur Dagsson verði fulltrúi félagsmálaráðs.

Ráðið samþykkir tillöguna samhljóma og vísar málinu til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.

Félagsmálaráð - 1145. fundur - 13.06.2012

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild fjallaði um stöðu mála er varðar nýbyggingu fyrir fatlaða. Lagt er fram minnisblað dags. 11. júní 2012.

Félagsmálaráð óskar eftir því við skipulagsdeild Akureyrarbæjar að farið verði í formlegar breytingar á svæðinu norðan við Giljaskóla með sex íbúða byggingu fyrir fötluð ungmenni í huga.

Félagsmálaráð - 1148. fundur - 22.08.2012

Dagur Fannar Dagsson L-lista og Sif Sigurðardóttir A-lista viku af fundi kl. 15:57.

Staðsetning lóðar fyrir sex íbúða nýbyggingu í Giljahverfi fyrir fatlað fólk. Fjórar hugmyndir lagðar fram.

Félagsmálaráð styður eindregið hugmynd nr. 4 í gögnum sem lögð voru fram á fundinum.