Stígur meðfram Drottningarbraut

Málsnúmer 2011100134

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 286. fundur - 23.05.2014

Kynntar niðurstöður verðkönnunarinnar Drottningarbrautarstígur - 2014.
Þrjú tilboð bárust og voru þau öll innan kostnaðaráætlunar:
Skútaberg ehf, kr. 15.388.500 (77,0%)
Finnur ehf, kr. 16.709.200 (83,6%)
G Hjálmarsson hf, kr. 17.582.000 (88,0%)
Kostnaðaráætlun var kr. 19.990.000.

Framkvæmdaráð samþykkir samhljóða að samið verði við lægstbjóðanda, Skútaberg ehf.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 3. fundur - 03.02.2017

Lögð fram stöðuskýrsla fyrir framkvæmdina dagsett 30. janúar 2017.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 4. fundur - 16.02.2017

Arnar Birgir Ólafsson landslagsarkitekt frá Teiknistofu Norðurlands og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið og fóru yfir stöðuna á framkvæmdum við fjörustíginn við Drottningarbraut. Einnig var lögð fram kynning ásamt kostnaðaráætlun dagsett 16. febrúar 2017 vegna þeirra verka sem eftir eru til að ljúka framkvæmdum við stíginn.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að forgangsraða þeim verkum sem eftir eru til að ljúka framkvæmdum við stíginn.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 7. fundur - 31.03.2017

Lagt fram minnisblað dagsett 30. mars 2017 vegna forgangsröðunar verka við stíginn.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða forgangsröðun framkvæmda við stíginn.