Frumvarp til breytinga á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 2011100108

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 126. fundur - 09.11.2011

Erindi dags. 20. október 2011 frá umhverfisráðuneytinu þar sem óskað er eftir athugasemdum við drög að frumvarpi um breytingar á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Óskað er eftir að athugasemdir berist eigi síðar en 9. nóvember nk.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið að öðru leyti en því að nefndin telur eðlilegt að móttöku- og flokkunarstöðvar úrgangs fari inn í frumvarpsdrögin þannig að slík starfsemi heyri undir lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum m.s.br.