Oddeyrartangi - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2011100094

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 126. fundur - 09.11.2011

Erindi dagsett 21. október 2011 þar sem Árni Kristjánsson f.h. Bústólpa ehf., kt. 541299-3009, óskar eftir stækkun og sameiningu lóða á Oddeyrartanga, landnr. 149132, og Strandgötu 63 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Stækkun lóðanna kallar á breytingu á deiliskipulagi svæðisins á Oddeyrartanga. Meðfylgjandi er skriflegt samþykki Hafnasamlags Norðurlands og Eimskipafélags Íslands. Nánari skýringar eru í meðfylgjandi bréfi.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra og formanni skipulagsnefndar að vinna breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins. Einnig verði við þá vinnu teknar með að beiðni Hafnasamlags Norðurlands breytingar á skipulagi sem varða aðstöðu og stýringu á umferð á svæðinu vegna komu skemmtiferðaskipa.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 404. fundur - 02.07.2012

Erindi dagsett 21. október 2011 þar sem Árni Kristjánsson f.h. Bústólpa ehf., kt. 541299-3009, óskar eftir stækkun lóðar, landnr. 149132, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti sem sýnir tillögu að breytingum á deiliskipulagi svæðisins á Oddeyrartanga. Meðfylgjandi er skriflegt samþykki Hafnasamlags Norðurlands og Eimskipafélags, einnig nánari skýringar í bréfi.

Skipulagsstjóri samþykkir lóðarstækkunina og felur lóðarskrárritara að gefa út nýjan lóðarsamning í samræmi við gildandi deiliskipulag og fella eldri samning úr gildi.