Hæfi pólitískra fulltrúa og stjórnenda

Málsnúmer 2011100053

Vakta málsnúmer

Stjórnsýslunefnd - 7. fundur - 16.12.2011

Bjarni Sigurðsson, kt. 080773-5609, Stekkjartúni 8, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 13. október 2011.
Bæjarráð vísaði erindi hans til stjórnsýslunefndar en hann óskaði eftir því að kannað verði hæfi Ólafs Jónssonar bæjarfulltrúa D-lista til að taka ákvarðanir varðandi Dalsbraut í bæjarstjórn vegna hans eigin hagsmuna og fyrri aðkomu hans að málinu i skipulagsnefnd.
Einnig óskaði Bjarni eftir að kannað verði umboð og hæfi Margrétar Ríkarðsdóttur forstöðukonu Hæfingarstöðvar til að ræða málið á opinberum vettvangi en viðtal við hana hafði skömmu áður birst í Akureyrarblaðinu.
Loks óskaði Bjarni eftir að hæfi Jóhannesar Árnasonar nefndarmanns í skipulagsnefnd kjörtímabilið 2006-2010 yrði kannað á sömu forsendum.
Formaður stjórnsýslunefndar hefur leitað til Bjarna eftir frekari gögnum í málinu auk þess sem bæjarlögmanni hefur verið falið að leggja fram álitsgerð um málið.

Bjarni hefur dregið erindi sitt til baka í ljósi síðasta bæjarstjórnarfundar þar sem meirihluti bæjarstjórnar komst að þeirri niðurstöðu að Ólafur Jónsson væri vanhæfur til að greiða atkvæði um Dalsbraut. Stjórnsýslunefnd telur málinu því lokið.

Ólafur Jónsson D-lista vék af fundi við afgreiðslu málsins.