Háskólinn á Akureyri - prófessorsstaða í norðurslóðafræðum

Málsnúmer 2011100020

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 106. fundur - 06.10.2011

Þann 29. september 2011 undirrituðu Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra Noregs og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Íslands samkomulag um að Norðmenn kosti stöðu prófessors í norðurslóðafræðum við Háskólann Akureyri, svonefnda Nansenstöðu. Auk þess nær samkomulagið til margskonar samvinnu HA við norska Háskóla.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar sérstaklega þessum stuðningi Norðmanna sem styrkir enn frekar stöðu Norðurlands og Akureyrar sem miðstöð norðurslóðamálefna á Íslandi.