Brunabótafélag Íslands - aðalfundur fulltrúaráðs 2011

Málsnúmer 2011090136

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3291. fundur - 06.10.2011

Lagt fram til kynningar erindi dags. 27. september 2011 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem boðað er til aðalfundar fulltrúaráðs félagsins miðvikudaginn 12. október 2011 á Grand Hótel Reykjavík í salnum Háteigi A.

Bæjarráð leggur til að kannaður verði möguleiki á að flytja starfsemi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands til Akureyrar.

Bæjarráð - 3293. fundur - 27.10.2011

Lögð fram til kynningar samþykkt frá aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ þar sem fram kemur eftirfarandi:
Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands haldinn 12. október 2011 samþykkir að halda óbreyttu markmiði EBÍ að hluti hagnaðar af starfsemi félagsins skuli árlega greiddur til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar.
Aðalfundurinn felur stjórn félagsins að ákveða á hverju ári upphæð ágóðahlutagreiðslnanna. Til grundvallar ákvörðun stjórnarinnar skal ætíð taka mið af meginmarkmiðum fjárfestingastefnu EBÍ.
Fundurinn samþykkir að ekki verði greiddur út ágóðahlutur til aðildarsveitarfélaganna vegna ársins 2011.