Leikfélag Akureyrar - stuðningur við rekstur 2011-2012

Málsnúmer 2011090120

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3290. fundur - 29.09.2011

Lagður fram samningur dags. 26. september 2011 milli Akureyrarbæjar og Leikfélags Akureyrar um stuðning Akureyrarbæjar við rekstur atvinnuleikhúss á Akureyri fyrir starfsárið 2011-2012.

Bæjarráð samþykkir framlagðan samning.

Í samræmi við 3. gr. samningsins felur bæjarráð Karli Guðmundssyni verkefnastjóra að vera fulltrúi Akureyrarbæjar í vinnu við að fara yfir fjárhagsstöðu Leikfélags Akureyrar.

Stjórn Akureyrarstofu - 106. fundur - 06.10.2011

Lagður fram til kynningar samningur við Leikfélag Akureyrar sem undirritaður var þann 26. september 2011. Samkvæmt honum munu samningsaðilar í sameiningu kanna rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar og leggja fram tillögu að framtíðarskipulagi atvinnuleikhúss á Akureyri. Skipaðir verða tveir fulltrúar úr stjórn Akureyrarstofu og tveir fulltrúar LA í starfshóp sem munu í sameiningu stýra og gera áætlun fyrir þá vinnu sem framundan er.

Stjórn Akureyrarstofu skipar Höllu Björk Reynisdóttur L-lista og Sóleyju Björk Stefánsdóttur V-lista í starfshópinn fyrir sína hönd.

Stjórn Akureyrarstofu - 106. fundur - 06.10.2011

Erindi dags. 5. október 2011 frá Sigrúnu Björk Jakobsdóttur fh. stjórnar Leikfélags Akureyrar þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær skipi fulltrúa í uppstillingarnefnd félagsins í samræmi við lög þess.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa framkvæmdastjóra Akureyrarstofu fyrir sína hönd í uppstillingarnefndina.