Íþróttafélagið Þór - styrkbeiðni vegna kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu - Evrópukeppni

Málsnúmer 2011090051

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 96. fundur - 15.09.2011

Erindi dags. 13. september 2011 frá Sigfúsi Ólafi Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs, þar sem óskað er eftir 300.000 kr. styrk frá Akureyrarbæ vegna þátttöku kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu í Evrópukeppni í lok september og byrjun október.
Nói Björnsson formaður íþróttaráðs vék af fundi undir þessum lið.

Íþróttaráð fagnar góðum árangri kvennaliðs Þórs/KA. Ráðið hefur ekki fjárhagslegt svigrúm innan samþykkts ramma til að veita Íþróttafélaginu Þór stuðning vegna verkefnisins en óskar eftir því við bæjarráð að skoða mögulegan stuðning við kvennalið Þórs/KA.

Bæjarráð - 3290. fundur - 29.09.2011

5. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 15. september 2011:
Erindi dags. 13. september 2011 frá Sigfúsi Ólafi Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs, þar sem óskað er eftir 300.000 kr. styrk frá Akureyrarbæ vegna þátttöku kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu í Evrópukeppni í lok september og byrjun október.
Nói Björnsson formaður íþróttaráðs vék af fundi undir þessum lið.
Íþróttaráð fagnar góðum árangri kvennaliðs Þórs/KA.
Ráðið hefur ekki fjárhagslegt svigrúm innan samþykkts ramma til að veita Íþróttafélaginu Þór stuðning vegna verkefnisins en óskar eftir því við bæjarráð að skoða mögulegan stuðning við kvennalið Þórs/KA.

Bæjarráð samþykkir styrk til kvennaliðs Þórs/KA að upphæð kr. 300.000. Kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.