Fjárhagsáætlun 2012 - Akureyrarstofa

Málsnúmer 2011080087

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 103. fundur - 25.08.2011

Lagt fram til kynningar yfirlit um fjárhagsáætlunarferli og tímaáætlun vegna áætlunargerðar fyrir næsta ár.

 

Stjórn Akureyrarstofu - 105. fundur - 22.09.2011

Ákveðinn hefur verið rammi málaflokka stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2012. Kynntar voru forsendur hans og staðan á fjárhagsáætlunarvinnunni hjá stjórnendum. Vinnu áfram haldið á næsta fundi.

Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að við fjárhagsáætlunargerðina verði tekjur og kostnaðarliðir brotnir niður á hvern mánuð svo betur megi fylgjast með gangi mála í rekstrinum.

Stjórn Akureyrarstofu - 107. fundur - 12.10.2011

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.

Framkvæmdastjóra falið að vinna áætlunina áfram fyrir lokaafgreiðslu á næsta fundi.

Stjórn Akureyrarstofu - 108. fundur - 18.10.2011

Lokayfirferð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 fyrir málaflokka stjórnar Akureyrarstofu, menningarmál, atvinnumál og kynningar- og útgáfumál.

Meirihluti stjórnar Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi áætlun og felur framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að ljúka frágangi hennar í samræmi við umræður á fundinum.

Helena Þ. Karlsdóttir S-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar bókað:

Ég get ekki samþykkt þessa fjárhagsáætlun sem unnin er út frá mjög þröngum ramma sem ákvarðaður er af bæjarstjórn Akureyrar og gefur ekkert svigrúm til að líta á menningu sem tækifæri til atvinnusköpunar. Áætlunin gengur út á það eitt að viðhalda rekstri menningarstofnana á meðan siglt er í gegnum það samdráttartímabil sem yfir okkur gengur en ekkert tillit er tekið til þeirra sem skapa þá menningu sem stofnanirnar eru til fyrir. Ég skora á bæjarstjórn Akureyrar að breyta fjárhagsrammanum og auka fé til atvinnusköpunar í gegnum lista- og menningarverkefni.

Stjórn Akureyrarstofu - 111. fundur - 14.12.2011

Afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 var lokið í bæjarstjórn þann 6. desember sl. Farið yfir helstu niðurstöður.