Hollvinafélag Húna II - styrkbeiðni

Málsnúmer 2011080032

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 21. fundur - 15.08.2011

Lagt fram til kynningar erindi dags. 3. ágúst 2011 frá Hollvinum Húna II, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 2.000.000 til ungmennastarfs, en Hollvinir Húna II hafa í samvinnu við skóladeild Akureyrarbæjar og sérfræðinga frá Háskólanum á Akureyri rekið verkefnið "Frá öngli í maga" fyrir nemendur í 6. bekk undanfarin ár. Markmið verkefnisins er að auka áhuga og skilning þátttakenda á lífríki hafsins, sjómennsku og á hollustu sjávarfangs.

Skólanefnd - 22. fundur - 22.08.2011

Erindi dags. 3. ágúst 2011 frá Hollvinum Húna II, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 2.000.000 til ungmennastarfs, en Hollvinir Húna II hafa í samvinnu við skóladeild Akureyrarbæjar og sérfræðinga frá Háskólanum á Akureyri rekið verkefnið "Frá öngli í maga" fyrir nemendur í 6. bekk undanfarin ár. Markmið verkefnisins er að auka áhuga og skilning þátttakenda á lífríki hafsins, sjómennsku og á hollustu sjávarfangs.

Skólanefnd felur formanni skólanefndar og fræðslustjóra að ganga til samninga við Hollvini Húna II með hliðsjón af umræðum á fundinum.

Skólanefnd - 25. fundur - 12.09.2011

Fyrir fundinn var lagður sá samningur dags. 25. ágúst 2011 sem formaður og fræðslustjóri gerðu við Hollvinafélag Húna II á grundvelli umræðna um málið í skólanefnd í ágúst 2011.

Skólanefnd samþykkir samninginn.

Skólanefnd - 10. fundur - 21.05.2012

Fyrir fundinn var lögð tillaga að samningi Akureyrarbæjar við Hollvinafélag Húna II. Skóladeild og Akureyrarstofa eru aðilar að samningnum fyrir hönd Akureyrarbæjar. Markmið verkefnisins sem samningurinn nær til er að auka áhuga og skilning nemenda í 6. bekkjum grunnskólanna á Akureyri á lífríki hafsins, sjómennsku og á hollustu sjávarfangs. Jafnframt er markmiðið að festa í sessi þátttöku Hollvina Húna II í menningarlífinu á Akureyri þannig að Akureyrarbær geti gert ráð fyrir henni til lengri tíma og að Hollvinir Húna geti gert áætlanir fram í tímann með hliðsjón af því.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi samning.

Stjórn Akureyrarstofu - 127. fundur - 16.08.2012

Lagður fram samningur við Hollvini Húna II um stuðning við starfsemi félagsins, siglingar með skólabörn og þátttöku í menningarhátíðum á Akureyri. Samningurinn er gerður sameiginlega af Akureyrarstofu og skóladeild Akureyrarbæjar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra að ganga frá honum í samvinnu við fræðslustjóra Akureyrarbæjar.