Tónlistarvinnuskólinn

Málsnúmer 2011080026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3282. fundur - 18.08.2011

Lagt fram til kynningar bréf dags. 2. ágúst 2011 frá Hjörleifi Erni Jónssyni skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri þar sem hann fyrir hönd stjórnar Tónlistarskólans vill þakka sérstaklega þann stuðning sem verkefnið Tónlistarvinnuskólinn fékk frá bænum nú í sumar og vonast er innilega til þess að framhald verði á því að ári. Tónlistarskólinn kom ekki beint að verkefninu en stjórn skólans hefur fengið sérlega góð viðbrögð við því frá sínum nemendum sem tóku þátt og foreldrum þeirra. Verkefnið sýnir að mati stjórnar skólans skilning bæjarstjórnar á mikilvægi atvinnusköpunar innan hinna skapandi greina og fagnar því að bæjarstjórn Akureyrar leggi metnað sinn í að viðurkenna og styðja við hæfileika ungs athafnafólks.