Sunnuhlíð 11- umsókn um deiliskipulagsbreytingu vegna byggingarleyfis fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2011070058

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 118. fundur - 27.07.2011

Erindi dagsett 19. júlí 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Halldórs Arnars Kristjánssonar og Sigurbjargar Óskar Jónsdóttur óskar eftir heimild til að stækka húsið Sunnuhlíð 11. Jafnframt er óskað eftir deiliskipulagsbreytingu þar sem fyrirhuguð viðbygging fer út fyrir byggingarreit. Meðfylgjandi er afstöðu- og útlitsmynd.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð - 3281. fundur - 04.08.2011

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júlí 2011:
Erindi dagsett 19. júlí 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Halldórs Arnars Kristjánssonar og Sigurbjargar Óskar Jónsdóttur óskar eftir heimild til að stækka húsið Sunnuhlíð 11. Jafnframt er óskað eftir deiliskipulagsbreytingu þar sem fyrirhuguð viðbygging fer út fyrir byggingarreit. Meðfylgjandi er afstöðu- og útlitsmynd.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2011.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar að senda málið í grenndarkynningu.

Skipulagsnefnd - 121. fundur - 14.09.2011

Erindi dagsett 19. júlí 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Halldórs Arnar Kristjánssonar og Sigurbjargar Óskar Jónsdóttur óskar eftir heimild til að stækka húsið Sunnuhlíð 11. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt þann 28. júlí 2011 til 26. ágúst 2011. Engin athugasemd barst.

Skipulagsnefnd samþykkir á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.