Verslunarmannahelgin 2011

Málsnúmer 2011070013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3279. fundur - 14.07.2011

Erindi dags. 5. júlí 2011 frá Vinum Akureyrar þar sem óskað er eftir að opnunartími skemmtistaða verði lengdur um verslunarmannahelgina þannig að skemmtistaðirnir hafi leyfi til að hafa opið til kl. 03:00 aðfararnótt föstudags og til kl. 05:00 aðfararnótt laugardags, sunnudags og mánudags. Einnig er óskað eftir því að Vinir Akureyrar fái leyfi til að efna til unglingaskemmtunar í gamla Oddvitahúsnæðinu á laugardagskvöldinu frá kl. 23:00-03:00. Gert er ráð fyrir að boðið verði upp á strætisvagnaferðir heim strax að skemmtunum loknum líkt og áður hefur verið gert.

Með vísan 25. gr. í lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað samþykkir bæjarráð að heimila veitingastöðum skv. flokki III að hafa opið um verslunarmannahelgina sem hér segir: Aðfararnótt föstudags til kl. 03:00, aðfararnótt laugardags og sunnudags til kl. 05:00 og aðfararnótt mánudags til kl. 04:00. Bæjarráð telur ekki rök fyrir að auka opnunartíma aðfararnótt mánudags frekar en heimilt er í lögreglusamþykktinni á almennum frídögum.
Bæjarráð veitir leyfi til að efna til áfengislausra unglingaskemmtunar fyrir 16 ára og eldri á laugardagskvöldi frá kl. 23:00 til 03:00. Gert er ráð fyrir því að boðið verði upp á strætisvagnaferðir heim strax að unglingaskemmtuninni lokinni líkt og verið hefur. Bæjarráð vekur athygli á nýsamþykktum reglum um unglingadansleiki.

Bæjarráð - 3281. fundur - 04.08.2011

Bæjarráð þakkar öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarhaldanna um verslunarmannahelgina og öllum þeim sem þátt tóku í hátíðarhöldunum.