Glerárdalur - lokun urðunarstaðar

Málsnúmer 2011070010

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3322. fundur - 05.06.2012

Lögð fram tillaga að ábyrgðarlýsingu svohljóðandi:
Akureyrarkaupstaður, kt. 410169-6229, tók yfir rekstur urðunarstaðar á Glerárdal 1. janúar 2011 og ábyrgist hér með að staðið verði við allar skyldur starfsleyfis fyrir urðunarstaðinn á Glerárdal, vegna lokunar urðunarstaðarins, vöktun og eftirlits í kjölfar lokunarinnar sbr. 33. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Jafnframt tekur Akureyrarkaupstaður á sig fjárhagslega ábyrgð vegna urðunarstaðarins eftir lokun hans, sbr. 17. gr. reglugerðar 738/2003 um urðun úrgangs.

Bæjarstjórn samþykkir ábyrgðaryfirlýsinguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 45. fundur - 23.11.2018

Lagt fram bréf dagsett 7. nóvember 2018 frá Umhverfisstofnun vegna kröfu um úrbætur á frágangi og vöktun á urðunarstað í Glerárdal.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Alfreð Schiöth frá mengunarvarnarsviði Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að hefja vöktun í samræmi við kröfur Umhverfisstofnunar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 73. fundur - 21.02.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 10. janúar 2020 vegna frágangs við lokun urðunarstaðar á Glerárdal.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að móta áætlun, meta kostnað og leggja til aðgerðaráætlun við að ná eins metra þykkt á jarðveg ofan á urðunarstað í samræmi við kröfur Umhverfisstofnunar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 119. fundur - 06.05.2022

Niðurstöður lokunareftirlits Umhverfisstofnunar fyrir árið 2021 vegna urðunarstaðar á Glerárdal sem og umræður um mótvægisaðgerðir til framtíðar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna aðgerða- og kostnaðaráætlun fyrir frekari þéttingu á haugnum í samráði við Norðurorku.