Fjölsmiðjan á Akureyri - ósk um rekstrarstyrk 2011

Málsnúmer 2011070007

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1128. fundur - 24.08.2011

Erindi dags. 4. júlí 2011 frá forstöðumanni Fjölsmiðjunnar á Akureyri þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2011. Erlingur Kristjánsson mætir á fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð þakkar Erlingi fyrir góða kynningu á mikilvægu starfi Fjölsmiðjunnar. Ráðið samþykkir að verða við umbeðnum rekstrarstyrk að upphæð kr. 4.000.000.- fyrir árið 2011. Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Fjölskyldudeild var falið að vinna að drögum að rekstrarsamningi fyrir árið 2012.

Félagsmálaráð - 1136. fundur - 14.12.2011

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram drög að samstarfssamningi við Fjölsmiðjuna á Akureyri fyrir árin 2012-2014.

Félagsmálaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og vísar honum til bæjarráðs.

Jóhann Ásmundsson V-lista mætti á fundinn kl. 14:20.

Bæjarráð - 3302. fundur - 05.01.2012

2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 14. desember 2011:
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram drög að samstarfssamningi við Fjölsmiðjuna á Akureyri fyrir árin 2012-2014.
Félagsmálaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og vísar honum til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir framlagðan samstarfssamning við Fjölsmiðjuna á Akureyri.