Þjóðskrá Íslands - fjölgun starfa á Akureyri

Málsnúmer 2011060106

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 101. fundur - 28.06.2011

Fyrirhugaður er flutningur Þjóðskrár í Sýslumannshúsið og jafnframt því stendur til að fjölga starfmönnum. Í þessari viku verður tveimur starfsmönnum bætt við og von er á öðrum tveimur í haust. Þá má telja líklegt að bætt verði við 1-2 stöðugildum í byrjun árs 2012.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að Þjóðskrá fjölgi stöðugildum á Akureyri. Hún hvetur einnig aðrar ríkisstofnanir til að huga að því að auka verkefni og/eða flytja verkefni til svæðisins.