Akureyrarstofa - samráðsfundur með stjórnendum Háskólans á Akureyri

Málsnúmer 2011060105

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 101. fundur - 28.06.2011

Stefán B. Sigurðursson rektor Háskólans á Akureyri og Dagmar Ýr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi skólans komu á fundinn og fór yfir stöðu Háskólans og helstu ógnanir og tækifæri í nánustu framtíð.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Stefáni og Dagmar fyrir greinargóðar upplýsingar um stöðu Háskólans á Akureyri. Stjórnin telur að mikilvægt sé að styrkja enn frekar samstarf milli HA og bæjarins. Stjórnin ítrekar mikilvægi þess að starfræktur sé öflugur háskóli á Akureyri og að standa þurfi vörð um starfsemi hans. Fram kom í máli Stefáns og Dagmarar að til stæði að koma á samráðshópi skipaðan fulltrúum bæjarins og Háskólans á Akureyri og hvetur stjórnin til þess að sá hópur taki til starfa eins fljótt og auðið er.