Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - heiti nefndar, skipan og starfsskyldur

Málsnúmer 2011060100

Vakta málsnúmer

Stjórnsýslunefnd - 6. fundur - 02.11.2011

Erindi frá samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra dags. 23. júní 2011 þar sem farið er fram á að stjórnsýslunefnd skilgreini heiti nefndarinnar, skipan í nefndina og starfsskyldur hennar.
Fyrir fundinum lágu drög að erindisbréfi.
Bergur Þorri Benjamínsson formaður nefndarinnar kom á fundinn til viðræðna um erindisbréf fyrir nefndina.

Stjórnsýslunefnd vinnur áfram að málinu.

Stjórnsýslunefnd - 1. fundur - 05.09.2012

Erindi frá samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra dags. 23. júní 2011 þar sem farið er fram á að stjórnsýslunefnd skilgreini heiti nefndarinnar, skipan í nefndina og starfsskyldur hennar. Áður á dagskrá 2. nóvember 2011. Fyrir fundinum lágu drög að erindisbréfi.

Stjórnsýslunefnd samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3326. fundur - 18.09.2012

1. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 5. september 2012:
Erindi frá samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra dags. 23. júní 2011 þar sem farið er fram á að stjórnsýslunefnd skilgreini heiti nefndarinnar, skipan í nefndina og starfsskyldur hennar. Áður á dagskrá 2. nóvember 2011. Fyrir fundinum lágu drög að erindisbréfi.
Stjórnsýslunefnd samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Lögð fram breytingartillaga við 4. gr. a) í Samþykkt fyrir samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra (erindisbréf) svohljóðandi:

Nefndina skipa fimm fulltrúar sem tilnefndir eru í upphafi kjörtímabils til fjögurra ára í senn. Bæjarstjórn skipar einn fulltrúa sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Skipulagsnefnd og stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefna hvor sinn fulltrúa. Þroskahjálp á Norðurlandi eystra, Sjálfsbjörg á Akureyri og Norðurlandsdeild Blindrafélagsins tilnefna tvo fulltrúa og skal annar þeirra vera varaformaður nefndarinnar. Varamenn eru tilnefndir með sama hætti.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða Samþykkt fyrir samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra ásamt breytingartillögu við 4. gr. a) með 11 samhljóða atkvæðum.