Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - endurnýjun samnings 2011

Málsnúmer 2011060053

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 100. fundur - 14.06.2011

Magna Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri SN og Gunnar Frímannsson formaður stjórnar mættu á fundinn til að fylgja úr hlaði minnisblaði stjórnar SN þar sem fram kemur að nokkur halli verður á rekstrinum um áramót.

Stjórn Akureyrarstofu tekur undir áhyggjur gestanna af stöðunni og hvetur til þess að gripið verði til aðgerða til þess að mæta fyrirsjáanlegum rekstrarhalla. Framundan er endurnýjun samnings við hljómsveitina til þriggja ára og þá verður mótuð stefna til lengri tíma af hálfu stjórnar Akureyrarstofu. Þessi staða verður jafnframt tekin inn í myndina þegar menningarsamningur við ríkið verður endurnýjaður.

Stjórn Akureyrarstofu - 101. fundur - 28.06.2011

Lögð fram drög að endurnýjun á samningi Akureyrarbæjar og Sinfóníuhljómsveitarinnar. Vonir standa til þess að næsti samningur Akureyrarbæjar og ríkisins um samstarf í menningarmálum verði a.m.k. til þriggja ára og þar með gefist færi á að gera lengri samning við hljómsveitina.

Stjórn Akureyrastofu felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands byggðan á fyrirliggjandi drögum. Þá telur stjórnin mikilvægt að ljúka samningi til lengri tíma fyrir áramót 2011-2012.