Hafnarstræti - Leiruvöllur - 147988

Málsnúmer 2011060034

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 116. fundur - 15.06.2011

Erindi dagsett 8. júní 2011 þar sem Sigurbjörg Pálsdóttir, kt. 181244-2679, Jón Karlsson, kt.041144-2629, og Herdís Gunnlaugsdóttir, kt. 300658-5209, óska eftir því að hugmynd um gámasvæði á lóðinni nr. 14 við Hafnarstræti, austan leiksvæðis, verði hafnað og leiksvæðið klárað eins og tillaga framkvæmdadeildar frá sept. 2008 gerði ráð fyrir. Sjá meðfylgjandi teikningu.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og vísar því til endurskoðunar deiliskipulags Innbæjarins sem nú er í vinnslu.

Skipulagsnefnd - 147. fundur - 14.11.2012

Erindi dagsett 8. júní 2011 þar sem Sigurbjörg Pálsdóttir, kt. 181244-2679, Jón Karlsson, kt.041144-2629, og Herdís Gunnlaugsdóttir, kt. 300658-5209, óska eftir því að hugmynd um gámasvæði á lóðinni nr. 14 við Hafnarstræti, austan leiksvæðis, verði hafnað og leiksvæðið klárað eins og tillaga framkvæmdadeildar frá september 2008 gerði ráð fyrir. Sjá meðfylgjandi teikningu.

Í nýsamþykktu deiliskipulagi Fjörunnar og Innbæjarins var tekið tillit til erindisins og hætt við gámasvæði á lóðinni. Á lóðinni er skilgreint leiksvæði en gerð leiksvæða er á verksviði framkvæmdadeildar.