Eyrarlandsvegur 27 - umsókn um byggingarleyfi fyrir skýli yfir verönd

Málsnúmer 2011060001

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 116. fundur - 15.06.2011

Erindi dagsett 31. maí 2011 þar sem Ingvar Garðarsson sækir um leyfi til að byggja garðskýli yfir verönd við hús sitt að Eyrarlandsvegi 27. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið.

Skipulagsnefnd - 118. fundur - 27.07.2011

Erindi dagsett 31. maí 2011 þar sem Ingvar Garðarsson sækir um leyfi til að byggja garðskýli yfir verönd við hús sitt að Eyrarlandsvegi 27. Erindið var sent í grenndarkynningu þann 16. júní 2011 og lauk henni 14. júlí 2011. Ein athugasemd barst.

1) Björgvin Björgvinsson, Eyrarlandsvegi 29 og Sveinbjörn Sigurðsson, Eyrarlandsvegi 31, dagsett 14.júlí 2011.

Þeir undrast að erindið skuli fara í grenndarkynningu þegar umrædd bygging/framkvæmd er löngu risin. Farið er fram á að skipulagsnefnd útskýri hvernig brugðist verði við þeirri stöðu sem upp er komin.

Hvorki skipulagsnefnd né starfsmenn skipulagsdeildar höfðu vitneskju um að búið væri að reisa umrætt garðskýli fyrr en eigandi tilkynnti þær framkvæmdir til embættisins og er það ámælisvert af lóðarhafa Eyrarlandsvegar 27. Var honum gert að sækja um byggingarleyfi eða fjarlægja skýlið. Skipulagsnefnd taldi það rétt að fá álit nágranna við innsendri byggingarleyfisumsókn á hefðbundinn hátt með grenndarkynningu áður en farið yrði í íþyngjandi aðgerðir gangvart lóðarhafa. 

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið þar sem ekki bárust neinar athugasemdir við bygginguna sem slíka og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 359. fundur - 10.08.2011

Erindi dagsett 31. maí 2011 þar sem Ingvar Garðarsson sækir um byggingarleyfi til að byggja skýli yfir verönd við hús sitt að Eyrarlandsvegi 27. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.