Strandgata 43 - umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu bílgeymslu

Málsnúmer 2011050116

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 115. fundur - 01.06.2011

Erindi dagsett 19. maí 2011 þar sem Hugrún Ívarsdóttir og Halldór Magni Sverrisson óska eftir leyfi til að endurbyggja bílgeymslu á lóð sinni að Strandgötu 43. Meðfylgjandi eru ljósmyndir, afstöðumynd og nánari skýringar.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að láta gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gjald vegna deiliskipulagsbreytingarinnar verður innheimt í samræmi við gjaldskrá Akureyrarbæjar.

Skipulagsnefnd - 190. fundur - 29.10.2014

Erindi dagsett 17. október 2014 þar sem Ómar Ívarsson f.h. Hugrúnar Ívarsdóttur og Halldórs Magna Sverrissonar óskar eftir að rífa gamla bílskúrsbyggingu á lóð nr. 43 við Strandgötu og reisa nýja. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 1. júní 2011 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan er dagsett 17. október 2014 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3362. fundur - 04.11.2014

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. október 2014:
Erindi dagsett 17. október 2014 þar sem Ómar Ívarsson f.h. Hugrúnar Ívarsdóttur og Halldórs Magna Sverrissonar óskar eftir að rífa gamla bílskúrsbyggingu á lóð nr. 43 við Strandgötu og reisa nýja. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 1. júní 2011 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan er dagsett 17. október 2014 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 193. fundur - 10.12.2014

Deiliskipulagstillagan var grenndarkynnt frá 5. nóvember til 3. desember 2014.
Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.