Ný löggjöf um stjórn fiskveiða á Íslandi 2011

Málsnúmer 2011050103

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 98. fundur - 19.05.2011

Lagafrumvarp um stjórn fiskveiða hefur verið lagt fram á Alþingi.
Sævar Pétursson verkefnisstjóri atvinnumála sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra og verkefnisstjóra að fylgjast með þróun þessa máls og afla allra mögulegra upplýsinga um áhrif breytinga á fiskveiðilöggjöfinni fyrir sjávarútveginn og þar með Eyjafjörð. Stjórnin óskar eftir kynningu á frumvarpinu og svo fljótt sem auðið er hlutlausum upplýsingum um efnahagslegar afleiðingar þess.

Stjórn Akureyrarstofu - 99. fundur - 25.05.2011

Lagt fram til kynningar minnisblað dags. 25. maí 2011 um frumvörpin og mögulegar afleiðingar.
Í vinnslu.
Hannes Karlsson frá B-lista og Matthías Rögnvaldsson frá A-lista sátu fundinn sem gestir undir þessum lið.