Akureyrarflugvöllur - strætisvagnaferðir

Málsnúmer 2011050073

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 233. fundur - 20.05.2011

Erindi dags. 12. maí 2011 frá Angie Kreutz, Fanneyju Lind Pétursdóttur, Idu Irene Oddsdóttur og Katrínu Björgu Gunnarsdóttur nemendum í Íslandsáfanga við Menntaskólann á Akureyri er varðar strætisvagnasamgöngur til og frá Akureyrarflugvelli um helgar eða frá fimmtudegi til sunnudags.

Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu og felur Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi að svara bréfriturum.