Fræðslu- og uppeldismál - rekstur 2011

Málsnúmer 2011050064

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 16. fundur - 16.05.2011

Fyrir fundinn var lagt yfirlit yfir rekstur málaflokksins fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins. Þar kemur fram að miðað við dreifireglu er reksturinn kominn 2% fram úr fjárhagsáætlun miðað við árstíma. Þetta er svipuð staða og á sl. ári. Skýringar eru fyrst og fremst mikil forföll vegna slysa og langtímaveikinda.

Skólnefnd þakkar stjórnendum fyrir aðhaldssaman og góðan rekstur.

Skólanefnd - 25. fundur - 12.09.2011

Lagt var fram 8 mánaða uppgjör yfir rekstur málaflokksins á árinu og sérstakt yfirlit yfir skólaakstur. Þá var farið yfir helstu atriði sem snúa að endurskoðun áætlunar 2011 með hliðsjón af fyrri áætlunum um hagræðingu á árinu.

Skólanefnd þakkar greinargóðar upplýsingar og leggur áherslu á að stjórnendur leggi sitt af mörkum við að halda vel utan um reksturinn, eins og undanfarin ár.

Logi Már Einarsson S-lista vék af fundi kl. 16:10.

Skólanefnd - 34. fundur - 05.12.2011

Fyrir skólanefnd var lagt til kynningar minnisblað sem lýsir mati á stöðu reksturs einstakra stofnana m.t.t. þess hvort þær verði innan fjárheimilda ársins. Fram kom að í heildina verður málaflokkurinn innan fjárheimilda en það byggist á því að rýmri fjárhagur sumra stofnana mæti umframkostnaði annarra.

Skólanefnd - 3. fundur - 06.02.2012

Fyrir fundinn var lagt til kynningar bráðabirgðauppgjör fyrir árið 2011 með skýringum.

Skólanefnd - 4. fundur - 20.02.2012

Fyrir fundinn var lagt nýtt rekstraruppgjör fyrir árið 2011 með skýringum. Þar kemur fram að reksturinn er í heild 0,4% umfram áætlun eða um kr. 20.000.000. Þar munar mest um hærri húsaleigukostnað og kostnað umfram tekjur í skólamötuneytum allra skólanna.