Sjálfsbjörg Akureyri - aðkoma að verkefnahópum vegna framkvæmda í sveitarfélaginu

Málsnúmer 2011050042

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 189. fundur - 27.05.2011

Erindi dags. 6. maí 2011 frá Pétri Arnari Péturssyni f.h. Sjálfsbjargar á Akureyri varðandi tillögu sem samþykkt var á aðalfundi félagsins 11. apríl sl.
Bergur Þorri Benjamínsson formaður samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vill benda á að samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra fer með þessi mál fyrir sveitarfélagið og getur því ekki orðið við erindinu.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 2. fundur - 31.05.2011

Tekin fyrir afgreiðsla stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar frá 27. maí 2011 á erindi Sjálfsbjargar dags. 6. maí 2011 þar sem stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vill benda á að samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra fer með þessi mál fyrir sveitarfélagið og getur því ekki orðið við erindinu.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra tekur afgreiðslu stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar þannig að nefndinni sé ætlað það hlutverk að sjá til þess að aðgengi verði tryggt og sér ekkert því til fyrirstöðu að fara yfir frumteikningar af nýbyggingum sveitarfélagsins, eins og hefur verið gert í raun, t.d í tilfelli 2. áfanga Naustaskóla. Þar var upphaflegum teikningum breytt mikið eftir yfirferð nokkurra nefndarmanna. Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra mun fylgja málinu eftir.