Tónlistarskólinn á Akureyri - staða mála

Málsnúmer 2011040146

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 14. fundur - 02.05.2011

Kolbrún Jónsdóttir starfandi skólastjóri Tónlistarskólans gerði grein fyrir stöðu skólans og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna. Í máli hennar kom fram að um 100 einstaklingar hafi verið á biðlista í vetur. Eftirspurnin er mikil á ákveðin hljóðfæri s.s. fiðlu, píanó og gítar. Búið er að auglýsa nokkrar stöður, þar sem í þeim sitja lausráðnir kennarar og þá eru nokkrir að fara í leyfi af ýmsum ástæðum. Það lítur vel út með ráðningar.

Skólanefnd - 14. fundur - 02.05.2011

Fyrir fundinn var lögð tillaga frá stjórnendum Tónlistarskólans um nýtt fyrirkomulag á forskólakennslu í tónlist fyrir börn á aldrinum 6 - 7 ára. Gert er ráð fyrir því að kennslan fari fram í 6 barna hópum á frístundatíma barnanna og liggur fyrir samþykki fyrir því meðal skólastjóra að kennslan fari fram í tónmenntastofum grunnskólanna. Reiknað er með því að gjald foreldra fyrir veturinn verði kr. 26.655, sem á að standa undir kostnaði við kennsluna. Fyrir fundinn voru einnig lögð drög að námskrá.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

Skólanefnd - 14. fundur - 02.05.2011

Fyrir fundinn var lögð tillaga frá stjórnendum Tónlistarskólans um nýja námsgrein, upptökutækni. Námið er hugsað sem tilraunaverkefni næsta vetur og felst í að læra upptökutækni í hljóðveri skólans. Sérmenntaður kennari í upptökutækni verður ráðinn í verkefnið.
Nemendur mæta tvisvar í viku, 1½ tíma í senn, samtals 3 tíma á viku. Nemendur þurfa að borga u.þ.b. kr. 90.000 fyrir veturinn sem skiptist niður á 8 gjalddaga og er pláss fyrir 6 nemendur. Gjaldið á að standa undir kostnaði við námið. Eingöngu verður lagt upp með einn hóp til að byrja með.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

Skólanefnd - 21. fundur - 15.08.2011

Samkomulag um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, sem undirritað var 13. maí 2011 kynnt og farið yfir vinnu Jöfnunarsjóðs vegna úthlutunarreglna.

Skólanefnd - 22. fundur - 22.08.2011

Erindi dags. 19. ágúst 2011 frá stjórn Tónlistarskólans á Akureyri þar sem óskað er eftir heimild skólanefndar fyrir námskeiði fyrir söngvara í kórum og stjórn skólans nefnir kórskóla.

Skólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en bendir á að námskeiðsgjöld verða að standa undir kostnaði.

Skólanefnd - 22. fundur - 22.08.2011

Samkomulag um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, sem undirritað var 13. maí 2011 kynnt og farið yfir drög að úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðs vegna þessa samkomulags.

Skólanefnd felur fræðslustjóra og skólastjóra Tónlistarskólans að skoða hvaða áhrif þetta samkomulag hefur á umsóknarferli í skólann og á rekstur hans.