Vorkoma stjórnar Akureyrarstofu 2011

Málsnúmer 2011040138

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 96. fundur - 27.04.2011

Farið yfir undirbúning fyrir Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu sem haldin verður þann 12. maí nk. Venjan er að halda Vorkomuna á sumardaginn fyrsta, en henni var frestað að þessu sinni þar sem sumardaginn bar upp á skírdag.
Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða og menningarmála mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir umsóknir um starfslaun og tillögur um heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs og viðurkenningar Húsverndarsjóðs.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Stjórn Akureyrarstofu - 97. fundur - 03.05.2011

Áfram haldið vinnu við undirbúning Vorkomunnar. Teknar voru ákvarðanir um viðurkenningar Húsverndarsjóðs og Menningarsjóðs Akureyrar, athafna- og nýsköpunarverðlaun stjórnar Akureyrarstofu og starfslaun listamanna til sex mánaða.
Sævar Pétursson verkefnisstjóri atvinnumála sat fundinn undir þessum lið að hluta.

Niðurstöður stjórnarinnar verða gerðar kunnar á Vorkomu stjórnarinnar þann 12. maí nk.

Stjórn Akureyrarstofu - 98. fundur - 19.05.2011

Upplýst um viðurkenningar og starfslaun listamanna sem tilkynnt var um á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu þann 12. maí sl.

Stjórn Akureyrarstofu tók ákvörðun um eftirfarandi viðurkenningar á fundi sínum þann 3. maí 2011:

Grasrót - Iðngarðar hljóti Nýsköpunarverðlaun Akureyrar, Skíðaþjónustan og Viðar Garðarsson hljóti Athafnverðlaunin Akureyrar, Þingvallastræti 2 og Hafnarstræti 88 hljóti viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrar, Haukur Tryggvason, Jón Hlöðver Áskelsson og Helena Eyjólfsdóttir hljóti heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs og Eyþór Ingi Jónsson tónlistarmaður hljóti starfslaun listamanna til 6 mánaða.

Jafnframt er ein heiðursviðurkenning Menningarsjóðs tileinkuð minningu Óla G. Jóhannssonar myndlistarmanns.