Samstarfssamningur sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál 2011-2013

Málsnúmer 2011040136

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 96. fundur - 27.04.2011

Lagður fram til staðfestingar samningur sveitarfélaganna sem gerður er í tengslum við samstarfssamning mennta- og menningarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins annars vegar og Eyþings hins vegar um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi Eyþings kom á fundinn og kynnti samninginn og starfsemi Menningarráðs Eyþings.

Stjórn Akureyrarstofu staðfestir samning sveitarfélaganna fyrir sitt leyti. Jafnframt þakkar stjórnin Ragnheiði Jónu fyrir greinargóða kynningu á starfsemi menningarráðsins og kynningu á samningi Eyþings og ráðuneytanna. Framlag ráðuneytanna er samtals 26,6 mkr. og framlag sveitarfélaganna samtals 10,6 mkr. en þar af greiðir Akureyrarsbær 6,5 mkr.

Bæjarráð - 3277. fundur - 30.06.2011

Lagður fram til staðfestingar samstarfssamningur dags. 18. apríl 2011 milli Akureyrarbæjar, Dalvíkurbyggðar, Eyjafjarðarsveitar, Fjallabyggðar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar, Langanesbyggðar, Norðurþings, Skútustaðahrepps, Svalbarðshrepps, Svalbarðsstrandarhrepps, Tjörnesshrepps og Þingeyjarsveitar um samstarf um menningarmál, í tengslum við samstarfssamning ríkis og sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu árin 2011-2013.
Bæjarráð staðfestir samninginn.

Stjórn Akureyrarstofu - 124. fundur - 24.05.2012

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi Eyþings og Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir formaður Menningarráðs Eyþings mættu á fundinn og gerðu grein fyrir starfsemi Menningarráðs Eyþings og framkvæmd samstarfssamnings sveitarfélaganna og ríkisins um menningarmál á svæðinu. Þá fóru þær yfir helstu atriði í nýrri stefnumótun fyrir Menningarráðið sem nú er í vinnslu og verður send sveitarfélögunum til formlegrar umfjöllunar á næstunni.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar þeim Ragnheiði Jónu og Þórgunni fyrir fróðlega kynningu og gagnlegar umræður í kjölfarið.

Stjórn Akureyrarstofu - 134. fundur - 13.12.2012

Menningarráð Eyþings hefur óskað eftir því að sveitarfélögin sem taka þátt í samstarfinu gefi álit sitt á nokkrum grundvallaratriðum um menningarmál og stöðu þeirra, en það er liður í mótun sameiginlegrar menningarstefnu fyrir svæðið.

Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra að svara erindinu í samræmi við þær umræður sem fram fóru á fundinum.